Hjónabandið er heilagt og biblían óskeikul 1. desember 2005 05:00 Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun