Geðleysur mótmæla Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. maí 2005 00:01 Það hefur aldrei farið Íslendingum mjög vel að mótmæla. Það virðist litlu skipta hvað gengur á eða hvaða sjálfsögðu mannréttindi eru fótum troðin þá gerist lítið. Það fýkur í þjóðarsálina í eina viku eða svo. Spekingar blása í fjölmiðlum, kverúlantar rísa upp á afturlappirnar á máttlausum spjallrásum á netinu, einhverjir skrifa lesendabréf og hringja í kjaftaþætti í útvarpinu. Þegar mikið liggur við drattast nokkur hundruð hræður á Austurvöll og standa hnípnar í þöglum mótmælum. Það vantar alla heift, reiði og byltingarhug í Íslendinga sem taka bara máttlaust æðiskast og sætta sig svo við orðinn hlut. Það er í örfáum tilfellum sem samþjappaðir hópar ná í krafti baráttuvilja að snúa vörn í sókn og knýja fram réttlæti í ranglátri stöðu. Starfsmönnum RÚV tókst þetta í fréttastjóramálinu og blaðamannastéttin vann mikilvægan áfangasigur í fjölmiðlafrumvarpsmálinu síðasta sumar en virðist vindlaus nú þegar pólitísk sátt hefur myndast á Alþingi um skárri útgáfu af bjánalegum lögum.Alþjóðlegur dagur áhugaleysisFyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins en allt bendir til þess að barátta fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minnst hafa úr að moða sé dottin úr tísku, í það minnsta á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja tæp 72% landsmanna færa verkalýðsdaginn þannig að hann beri alltaf upp á fyrsta mánudegi í maí. Tilgangurinn er vitaskuld sá að búa til langa helgi auk þess sem sú hugmynd er komin fram að hefðbundnar kröfugöngur verði aflagðar og í staðinn standi verkalýðshreyfingin fyrir fjölskylduskemmtun þar sem fólk notar fríið til að koma saman og éta ís og kandíflos. Þetta lýsir fyrst og fremst fullkomnu virðingarleysi fyrir hefðinni að maður tali ekki um sigrum og ósigrum verkalýðsins í gegnum söguna. Er allt í svona miklu himnalagi hjá okkur að við þurfum ekki lengur að láta í okkur heyra fyrsta maí? Eða er málið kannski að nú er útlent vinnuafl fótum troðið á Íslandi og okkur er sama. Við viljum bara aðra verslunarmannahelgi og éta ís á meðan verktakar færa kjör og réttindi verkafólks aftur til miðalda.Meiri tíma til að mótmæla Það vekur athygli að samkvæmt Gallup hafa þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 250 þúsund krónur á mánuði síður áhuga á að færa daginn. 68% þeirra vilja ekki hrófla við 1. maí en 79% þeirra sem hafa fjölskyldutekjur hærri en 550 þúsund vilja flytja hann og fá lengri helgi. Það fólk mun væntanlega nota löngu helgina til alls annars en að berjast fyrir bættum kjörum verkamanna. Eina réttlætingin á færslunni og lengingu helgarinnar væri sú að fólk vildi fá góðan tíma til að mótmæla. Stemmningin í kringum fyrsta maí, minnkandi mæting í kröfugöngur og minni áhersla á grasrótarbaráttu verkalýðsins á þessum degi bendir þó til þess að það megi alveg eins slá hann af. Hinir og þessir hagsmuna- og þrýstihópar hafa gert daginn að sínum og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. Bleikir femínistar settu til dæmis skemmtilegan svip á mótmælendahópinn á sunnudaginn. Það er full ástæða til að hamra á jafnréttinu enda eru jafnréttismál í bullandi aftur á bak gír og staðan nú er síst betri en þegar Kvennaframboðið var stofnað. Félagið Ísland-Palestína lét einnig á sér kræla sem og iðnemar en undirritaður hefur aldrei skilið hvað iðnemar eru að vilja upp á dekk á þessum degi. Allt hefur þetta fólk þó helling til síns máls en á fyrsta maí á að berjast fyrir verkalýðinn, ekki reyna að hrinda öllu heimsins mótlæti.Græðgin sigrarÖmundur Jónasson hélt reisn í ávarpi sínu og gagnrýndi þau græðgissjónarmið sem lita alla umræðu um þessar mundir. Ögmundur sér átök tveggja heima kristallast í umræðunni um kjör þeirra sem minna mega sín; "annars vegar þess heims sem hugsar fyrst og fremst um notandann og notagildið og síðan heimsins sem hugsar um það eitt að veita arði og gróða niður í vasa fjármálafólks". Síðarnefndi heimurinn er að sigra og sú hugmynd að hrófla við 1. maí, færa hann og breyta er í takt við lífsgæðastefnu auðvaldsins. Allt er svo þægilegt og gott. Verkalýðsbaráttan er komin úr tísku enda eru nýju alþýðuhetjurnar auðmenn sem græða meira á mínútu en almennur verkamaður á hálfri starfsævi. Verði fyrsta maí breytt er um meiriháttar ósigur að ræða. Gjánni milli þings og þjóðar fer stöðugt stækkandi, framkvæmdavaldið heldur löggjafanum í gíslingu og sótt er að tjáningar- og prentfrelsi úr ýmsum áttum. Við þessar aðstæður á fólk ekki að dubba börnin sín upp og mæta á Ingólfstorg að horfa á Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst fara með gamanmál. Það á að bretta upp ermar, skilja börnin eftir heima, sveifla kröfuspjöldum í jötunmóð, öskra og jafnvel slást þar til réttlætið nær fram að ganga. Þó Íslendingar hafi ekki úthellt blóði í frelsisstríði og hafi þrasað sig til sjálfstæðis er óþarfi að láta allt yfir sig ganga, yppta öxlum og éta ís þann fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei farið Íslendingum mjög vel að mótmæla. Það virðist litlu skipta hvað gengur á eða hvaða sjálfsögðu mannréttindi eru fótum troðin þá gerist lítið. Það fýkur í þjóðarsálina í eina viku eða svo. Spekingar blása í fjölmiðlum, kverúlantar rísa upp á afturlappirnar á máttlausum spjallrásum á netinu, einhverjir skrifa lesendabréf og hringja í kjaftaþætti í útvarpinu. Þegar mikið liggur við drattast nokkur hundruð hræður á Austurvöll og standa hnípnar í þöglum mótmælum. Það vantar alla heift, reiði og byltingarhug í Íslendinga sem taka bara máttlaust æðiskast og sætta sig svo við orðinn hlut. Það er í örfáum tilfellum sem samþjappaðir hópar ná í krafti baráttuvilja að snúa vörn í sókn og knýja fram réttlæti í ranglátri stöðu. Starfsmönnum RÚV tókst þetta í fréttastjóramálinu og blaðamannastéttin vann mikilvægan áfangasigur í fjölmiðlafrumvarpsmálinu síðasta sumar en virðist vindlaus nú þegar pólitísk sátt hefur myndast á Alþingi um skárri útgáfu af bjánalegum lögum.Alþjóðlegur dagur áhugaleysisFyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins en allt bendir til þess að barátta fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minnst hafa úr að moða sé dottin úr tísku, í það minnsta á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja tæp 72% landsmanna færa verkalýðsdaginn þannig að hann beri alltaf upp á fyrsta mánudegi í maí. Tilgangurinn er vitaskuld sá að búa til langa helgi auk þess sem sú hugmynd er komin fram að hefðbundnar kröfugöngur verði aflagðar og í staðinn standi verkalýðshreyfingin fyrir fjölskylduskemmtun þar sem fólk notar fríið til að koma saman og éta ís og kandíflos. Þetta lýsir fyrst og fremst fullkomnu virðingarleysi fyrir hefðinni að maður tali ekki um sigrum og ósigrum verkalýðsins í gegnum söguna. Er allt í svona miklu himnalagi hjá okkur að við þurfum ekki lengur að láta í okkur heyra fyrsta maí? Eða er málið kannski að nú er útlent vinnuafl fótum troðið á Íslandi og okkur er sama. Við viljum bara aðra verslunarmannahelgi og éta ís á meðan verktakar færa kjör og réttindi verkafólks aftur til miðalda.Meiri tíma til að mótmæla Það vekur athygli að samkvæmt Gallup hafa þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 250 þúsund krónur á mánuði síður áhuga á að færa daginn. 68% þeirra vilja ekki hrófla við 1. maí en 79% þeirra sem hafa fjölskyldutekjur hærri en 550 þúsund vilja flytja hann og fá lengri helgi. Það fólk mun væntanlega nota löngu helgina til alls annars en að berjast fyrir bættum kjörum verkamanna. Eina réttlætingin á færslunni og lengingu helgarinnar væri sú að fólk vildi fá góðan tíma til að mótmæla. Stemmningin í kringum fyrsta maí, minnkandi mæting í kröfugöngur og minni áhersla á grasrótarbaráttu verkalýðsins á þessum degi bendir þó til þess að það megi alveg eins slá hann af. Hinir og þessir hagsmuna- og þrýstihópar hafa gert daginn að sínum og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. Bleikir femínistar settu til dæmis skemmtilegan svip á mótmælendahópinn á sunnudaginn. Það er full ástæða til að hamra á jafnréttinu enda eru jafnréttismál í bullandi aftur á bak gír og staðan nú er síst betri en þegar Kvennaframboðið var stofnað. Félagið Ísland-Palestína lét einnig á sér kræla sem og iðnemar en undirritaður hefur aldrei skilið hvað iðnemar eru að vilja upp á dekk á þessum degi. Allt hefur þetta fólk þó helling til síns máls en á fyrsta maí á að berjast fyrir verkalýðinn, ekki reyna að hrinda öllu heimsins mótlæti.Græðgin sigrarÖmundur Jónasson hélt reisn í ávarpi sínu og gagnrýndi þau græðgissjónarmið sem lita alla umræðu um þessar mundir. Ögmundur sér átök tveggja heima kristallast í umræðunni um kjör þeirra sem minna mega sín; "annars vegar þess heims sem hugsar fyrst og fremst um notandann og notagildið og síðan heimsins sem hugsar um það eitt að veita arði og gróða niður í vasa fjármálafólks". Síðarnefndi heimurinn er að sigra og sú hugmynd að hrófla við 1. maí, færa hann og breyta er í takt við lífsgæðastefnu auðvaldsins. Allt er svo þægilegt og gott. Verkalýðsbaráttan er komin úr tísku enda eru nýju alþýðuhetjurnar auðmenn sem græða meira á mínútu en almennur verkamaður á hálfri starfsævi. Verði fyrsta maí breytt er um meiriháttar ósigur að ræða. Gjánni milli þings og þjóðar fer stöðugt stækkandi, framkvæmdavaldið heldur löggjafanum í gíslingu og sótt er að tjáningar- og prentfrelsi úr ýmsum áttum. Við þessar aðstæður á fólk ekki að dubba börnin sín upp og mæta á Ingólfstorg að horfa á Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst fara með gamanmál. Það á að bretta upp ermar, skilja börnin eftir heima, sveifla kröfuspjöldum í jötunmóð, öskra og jafnvel slást þar til réttlætið nær fram að ganga. Þó Íslendingar hafi ekki úthellt blóði í frelsisstríði og hafi þrasað sig til sjálfstæðis er óþarfi að láta allt yfir sig ganga, yppta öxlum og éta ís þann fyrsta maí.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun