Tekst að berja í brestina? 24. maí 2005 00:01 Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigurður Þór Salvarsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun