Klerkar og kjarnorkusprengjur 17. júní 2005 00:01 Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sveinn Guðmarsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun