Klerkar og kjarnorkusprengjur 17. júní 2005 00:01 Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sveinn Guðmarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar