Er R-listinn Samfylkingar 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun