Hækkun íbúðaverðs eykur greiðslubyrði 11. júlí 2006 07:30 Guðlaugur Stefánsson Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann. Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann.
Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira