Ósætti um Alfreð í nýju Blóðbankahúsi 12. júlí 2006 06:30 Landspítalinn Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að sér hafi verið tjáð að Landspítalinn hafi tekið allt húsið á leigu en síðan framleigt hluta efstu hæðarinnar til framkvæmdanefndarinnar. Við undirbúning viðbyggingar við Blóðbankann, sem síðan var hætt við, var gerð ítarleg þarfagreining þar sem kom fram að Blóðbankinn þyrfti 1600 fermetra fyrir starfsemi sína, en hann er nú í 650 fermetra húsnæði. Nýja húsnæðið er 1350 fermetrar sem Sveinn segir að myndi duga fyrir starf þeirra. „Það er löngu búið að sýna fram á það að við uppfyllum engin skilyrði sem þarf til að reka blóðbanka. Þegar samningur var gerður við leigusala hússins gerðum við ráð fyrir að litið yrði til þessarar þarfagreiningar og við fengjum þá allt húsið,“ segir Sveinn. „Við höfum bent á það að framkvæmdanefndin þurfi ekki húsnæði með þessa staðsetningu og af þessu tagi. Efsta hæð hússins er okkur mjög dýrmæt því hún er í nágrenni við okkar mikilvægu starfsemi og það væri slæmt að fara af stað með svona mál og missa lausnina út úr höndunum með því að sjá blóðbankanum fyrir ónógu húsnæði.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndarinnar segir nefndina einungis taka 150 til 200 fermetra á leigu með stækkunarmöguleikum. Hann segir að mikilvægt sé að húsið sé nálægt spítalanum. Undir það tekur Davíð Á. Gunnarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Nefndin vinnur náið með starfsfólki spítalans. Blóðbankinn fer í nýja spítalann þegar hann er tilbúinn og það er varla hægt að ætlast til þess að öll markmið sem eiga að nást þá verði uppfyllt strax. Það eru margar aðrar deildir sem einnig eru í of litlu húsnæði,“ segir Davíð. Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Landspítalinn Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að sér hafi verið tjáð að Landspítalinn hafi tekið allt húsið á leigu en síðan framleigt hluta efstu hæðarinnar til framkvæmdanefndarinnar. Við undirbúning viðbyggingar við Blóðbankann, sem síðan var hætt við, var gerð ítarleg þarfagreining þar sem kom fram að Blóðbankinn þyrfti 1600 fermetra fyrir starfsemi sína, en hann er nú í 650 fermetra húsnæði. Nýja húsnæðið er 1350 fermetrar sem Sveinn segir að myndi duga fyrir starf þeirra. „Það er löngu búið að sýna fram á það að við uppfyllum engin skilyrði sem þarf til að reka blóðbanka. Þegar samningur var gerður við leigusala hússins gerðum við ráð fyrir að litið yrði til þessarar þarfagreiningar og við fengjum þá allt húsið,“ segir Sveinn. „Við höfum bent á það að framkvæmdanefndin þurfi ekki húsnæði með þessa staðsetningu og af þessu tagi. Efsta hæð hússins er okkur mjög dýrmæt því hún er í nágrenni við okkar mikilvægu starfsemi og það væri slæmt að fara af stað með svona mál og missa lausnina út úr höndunum með því að sjá blóðbankanum fyrir ónógu húsnæði.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndarinnar segir nefndina einungis taka 150 til 200 fermetra á leigu með stækkunarmöguleikum. Hann segir að mikilvægt sé að húsið sé nálægt spítalanum. Undir það tekur Davíð Á. Gunnarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Nefndin vinnur náið með starfsfólki spítalans. Blóðbankinn fer í nýja spítalann þegar hann er tilbúinn og það er varla hægt að ætlast til þess að öll markmið sem eiga að nást þá verði uppfyllt strax. Það eru margar aðrar deildir sem einnig eru í of litlu húsnæði,“ segir Davíð.
Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira