Við viljum engin ofurlaun á Íslandi 23. ágúst 2006 05:15 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar