Tryggvi L. Skjaldarson: Straumsvíkurblús 16. nóvember 2006 05:00 Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun