Er Geir Haarde ábyrgðarlaus? 14. desember 2006 05:00 Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar