Gluggað í stjórnarsáttmála 5. júní 2007 10:26 Það er vissulega sögulegt eins og segir í nýjum stjórnarsáttmála að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi tekið ákvörðun um að starfa saman í ríkisstjórn. Svo mörg stór orð hafa fallið af hálfu beggja aðila um þá fjarstæðu að slíkt gæti gerst. Reyndar hafði dregið mjög úr slíkum stóryrðum nokkru áður en gengið var að kjörborðinu sem gefur vísbendingar um að línur hafi verið lagðar um samstarf fyrir kosningar. Í þessari ákvörðun beggja flokka felst mikil uppgjöf. Þeir gefast einfaldlega upp á að keppa hver við annan en fallast þess í stað í faðma. Það verður því mjög áhugavert að fylgjast með sambúðinni á næstu vikum og mánuðum. Ekki aðeins hjá þingmönnum og ráðherrum heldur einnig áhangendum þeirra eins og prófessorunum Stefáni Ólafssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fyrstu dagarnir lofa ekki góðu enda leynir ágreiningur sér ekki í fjölda mála sem upp hafa komið. Eru nýjar áherslur? Þegar farið er yfir hinn nýja stjórnarsáttmála kemur í ljós að halda á áfram á þeirri braut sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði markað. Það er vissulega jákvætt fyrir Framsóknarflokkinn að svo skuli gert en vekur um leið upp spurningar um hvað var að marka öll stóru orðin sem Samfylkingin hafði uppi á hinu háa Alþingi. Það sem stingur mest í augun þegar stjórnarsáttmálinn er borinn saman við málflutning Samfylkingarinnar eru tvö mál. Það er annars vegar varðandi hina svokölluðu „stóriðjustefnu“og hins vegar svokallað Íraksmál. Í aðdraganda kosninga talaði Samfylkingin fyrir því að hlé yrði gert á uppbyggingu stóriðju í landinu og sögðust hlynntir algjöru stóriðjustoppi í nokkur ár. Nú er allt annað upp á teningnum. Mikið er einnig gert úr því að flýta gerð Rammaáætlunar. Þar er þó aðeins verið að tala um nokkra mánuði frá því sem áður var stefnt að. Á öllum sameiginlegum fundum sem haldnir voru í Norðausturkjördæmi kom fram spurning um afstöðu framboðanna til stuðnings Íslands við innrásina í Írak. Kristján Möller nýbakaður samgönguráðherra svaraði því til að það fyrsta sem Samfylkingin mundi gera ef hún kæmist í ríkisstjórn yrði að láta taka Ísland út af „lista hinna viljugu þjóða“. Ég reikna með að þessu hafi verið svarað eins hjá öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar. En í dag segir formaður Samfylkingarinnar að flokkurinn vilji ekki dvelja við fortíðina enda segir aðeins í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak. Það er augljóst að allir Íslendingar harma stríðsreksturinn í Írak. Þessi texti er því hrein sýndarmennska, uppgjöf og svik við kjósendur Samfylkingarinnar. Á aðeins einum stað í stjórnarsáttmálanum er talað um nýjar áherslur. Það er þegar sagt er að mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verði nýir horsteinar í íslenskri utanríkisstefnu Íslands. Sannleikurinn er sá að þetta er einmitt það sem undirrituð lagði áherslu á sem utanríkisráðherra og því hefur nýr utanríkisráðherra hælt opinberlega. Allt tal um nýjar áherslur er því hrein blekking. Breytt stjórnarráð Lengi hefur verið talað um mikilvægi þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Í tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra var vinna hafin við tillögugerð í þessa átt. Flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið var s.l. vetur ályktaði um málið og í stefnuskrá okkar fyrir kosningar kom m.a.fram að við vildum fækka ráðuneytum. Hvað gerir ríkisstjórnin? Hún horfir á málið út frá sjónarhóli stjórnarflokkanna og ráðherranna og gerir einungis minniháttar breytingar. Fámennum samreknum ráðuneytum, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum er t.d. skipt upp til að skaffa fleiri stóla. Undirrituð starfaði í sex og hálft ár sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra á miklum umbreytingatímum án þess að gera sér grein fyrir því að vera tveggja manna maki eða a.m.k. tveggja krata maki. Þegar orð forsætisráðherra frá kosningabaráttunni eru höfð í huga þá kemur þetta mjög á óvart. Hann reyndi að fullvissa fólk um að hann væri með tillögur um fækkun ráðuneyta í farteskinu og væri að reyna að fá aðra flokka inn á slíkar breytingar. Getur verið að Samfylkingin hafi neitað að fækka ráðuneytum? Eða var það e.t.v. Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfti sex ráðherrastóla. Fjóra fyrir fasta áskrifendur, einn til að sýna „nýliðun“ og þann sjötta fyrir Þorgerði Katrínu varaformann, sem myndaði ríkisstjórnina. Valgerður Sverrisdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er vissulega sögulegt eins og segir í nýjum stjórnarsáttmála að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi tekið ákvörðun um að starfa saman í ríkisstjórn. Svo mörg stór orð hafa fallið af hálfu beggja aðila um þá fjarstæðu að slíkt gæti gerst. Reyndar hafði dregið mjög úr slíkum stóryrðum nokkru áður en gengið var að kjörborðinu sem gefur vísbendingar um að línur hafi verið lagðar um samstarf fyrir kosningar. Í þessari ákvörðun beggja flokka felst mikil uppgjöf. Þeir gefast einfaldlega upp á að keppa hver við annan en fallast þess í stað í faðma. Það verður því mjög áhugavert að fylgjast með sambúðinni á næstu vikum og mánuðum. Ekki aðeins hjá þingmönnum og ráðherrum heldur einnig áhangendum þeirra eins og prófessorunum Stefáni Ólafssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fyrstu dagarnir lofa ekki góðu enda leynir ágreiningur sér ekki í fjölda mála sem upp hafa komið. Eru nýjar áherslur? Þegar farið er yfir hinn nýja stjórnarsáttmála kemur í ljós að halda á áfram á þeirri braut sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði markað. Það er vissulega jákvætt fyrir Framsóknarflokkinn að svo skuli gert en vekur um leið upp spurningar um hvað var að marka öll stóru orðin sem Samfylkingin hafði uppi á hinu háa Alþingi. Það sem stingur mest í augun þegar stjórnarsáttmálinn er borinn saman við málflutning Samfylkingarinnar eru tvö mál. Það er annars vegar varðandi hina svokölluðu „stóriðjustefnu“og hins vegar svokallað Íraksmál. Í aðdraganda kosninga talaði Samfylkingin fyrir því að hlé yrði gert á uppbyggingu stóriðju í landinu og sögðust hlynntir algjöru stóriðjustoppi í nokkur ár. Nú er allt annað upp á teningnum. Mikið er einnig gert úr því að flýta gerð Rammaáætlunar. Þar er þó aðeins verið að tala um nokkra mánuði frá því sem áður var stefnt að. Á öllum sameiginlegum fundum sem haldnir voru í Norðausturkjördæmi kom fram spurning um afstöðu framboðanna til stuðnings Íslands við innrásina í Írak. Kristján Möller nýbakaður samgönguráðherra svaraði því til að það fyrsta sem Samfylkingin mundi gera ef hún kæmist í ríkisstjórn yrði að láta taka Ísland út af „lista hinna viljugu þjóða“. Ég reikna með að þessu hafi verið svarað eins hjá öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar. En í dag segir formaður Samfylkingarinnar að flokkurinn vilji ekki dvelja við fortíðina enda segir aðeins í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak. Það er augljóst að allir Íslendingar harma stríðsreksturinn í Írak. Þessi texti er því hrein sýndarmennska, uppgjöf og svik við kjósendur Samfylkingarinnar. Á aðeins einum stað í stjórnarsáttmálanum er talað um nýjar áherslur. Það er þegar sagt er að mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verði nýir horsteinar í íslenskri utanríkisstefnu Íslands. Sannleikurinn er sá að þetta er einmitt það sem undirrituð lagði áherslu á sem utanríkisráðherra og því hefur nýr utanríkisráðherra hælt opinberlega. Allt tal um nýjar áherslur er því hrein blekking. Breytt stjórnarráð Lengi hefur verið talað um mikilvægi þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Í tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra var vinna hafin við tillögugerð í þessa átt. Flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið var s.l. vetur ályktaði um málið og í stefnuskrá okkar fyrir kosningar kom m.a.fram að við vildum fækka ráðuneytum. Hvað gerir ríkisstjórnin? Hún horfir á málið út frá sjónarhóli stjórnarflokkanna og ráðherranna og gerir einungis minniháttar breytingar. Fámennum samreknum ráðuneytum, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum er t.d. skipt upp til að skaffa fleiri stóla. Undirrituð starfaði í sex og hálft ár sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra á miklum umbreytingatímum án þess að gera sér grein fyrir því að vera tveggja manna maki eða a.m.k. tveggja krata maki. Þegar orð forsætisráðherra frá kosningabaráttunni eru höfð í huga þá kemur þetta mjög á óvart. Hann reyndi að fullvissa fólk um að hann væri með tillögur um fækkun ráðuneyta í farteskinu og væri að reyna að fá aðra flokka inn á slíkar breytingar. Getur verið að Samfylkingin hafi neitað að fækka ráðuneytum? Eða var það e.t.v. Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfti sex ráðherrastóla. Fjóra fyrir fasta áskrifendur, einn til að sýna „nýliðun“ og þann sjötta fyrir Þorgerði Katrínu varaformann, sem myndaði ríkisstjórnina. Valgerður Sverrisdóttir
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun