Við þurfum stuðning bæjarbúa 23. júlí 2007 09:00 Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun