Útrýmum kjarnavopnum Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2007 06:30 Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar