Olíuhreinsistöð stenst ekki lög Árni Finnsson skrifar 17. ágúst 2007 00:01 Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar