Sóknarfæri með breyttri sýn Helga Björg Ragnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2007 08:00 Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun