Siðfræði Kauphallarinnar Ögmundur Jónasson skrifar 17. nóvember 2008 05:00 Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun