Pólitískt óvit Þorsteinn Pálsson skrifar 21. september 2008 08:00 Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun