Þjóðríkjum til eflingar Jón Sigurðsson skrifar 1. október 2008 00:01 Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun