Hvað skiptir máli? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. desember 2009 06:00 Starfs- og launaumhverfi borgarfulltrúa er með þeim hætti að draga má í efa að þunginn í starfi borgarfulltrúa sé í eðlilegu samhengi við það sem þeir eru kjörnir til að gera. Í hnotskurn helgast þetta af því að greiðslur fyrir setu í fagráðum, m.a. menntaráði eða velferðarráði, eru minni en greiðslur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum borgarinnar. Í þessu felast alvarlegar brotalamir sem eiga rætur sínar að rekja til stjórnkerfisbreytinga R-listans sáluga og vekja spurningar um til hvaða verka borgarfulltrúar eru kjörnir, hvaða verkefnum þeir sinna og hvernig þeim eru greidd laun. Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borgarinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borgin ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verkefni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgarfulltrúa í kosningum. Undir fagráðin falla umhverfis- og samgöngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borgarfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrúar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starfsemi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér. Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borgarverkfræðingur og menningarstjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjötíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfsmenn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tuttugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum. Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjármuna og jafnari laun borgarfulltrúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgarfulltrúar eiga að sitja í tveimur fagráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki heldur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtalsverðar upphæðir að ræða. Breytingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfulltrúa til að sinna verkefnum að lágmarki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan ráðhússins. Annað markmið með stjórnkerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrúinn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórnarmönnum borgarfulltrúar. Staðan er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið. Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinnar út frá siðferðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjárhagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissulega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórnkerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Starfs- og launaumhverfi borgarfulltrúa er með þeim hætti að draga má í efa að þunginn í starfi borgarfulltrúa sé í eðlilegu samhengi við það sem þeir eru kjörnir til að gera. Í hnotskurn helgast þetta af því að greiðslur fyrir setu í fagráðum, m.a. menntaráði eða velferðarráði, eru minni en greiðslur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum borgarinnar. Í þessu felast alvarlegar brotalamir sem eiga rætur sínar að rekja til stjórnkerfisbreytinga R-listans sáluga og vekja spurningar um til hvaða verka borgarfulltrúar eru kjörnir, hvaða verkefnum þeir sinna og hvernig þeim eru greidd laun. Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borgarinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borgin ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verkefni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgarfulltrúa í kosningum. Undir fagráðin falla umhverfis- og samgöngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borgarfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrúar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starfsemi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér. Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borgarverkfræðingur og menningarstjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjötíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfsmenn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tuttugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum. Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjármuna og jafnari laun borgarfulltrúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgarfulltrúar eiga að sitja í tveimur fagráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki heldur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtalsverðar upphæðir að ræða. Breytingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfulltrúa til að sinna verkefnum að lágmarki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan ráðhússins. Annað markmið með stjórnkerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrúinn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórnarmönnum borgarfulltrúar. Staðan er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið. Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinnar út frá siðferðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjárhagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissulega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórnkerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun