Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. júní 2009 06:00 Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun