Framtíðin byggist á lýðræði 22. desember 2009 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tímamótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta framtíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar