Funda um fyrirkomulag viðræðnanna 31. maí 2010 11:56 Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Mynd/Daníel Rúnarsson Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán. Kosningar 2010 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hófu viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni í gær og verður þeim framhaldið í dag. Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa og Samfylkingin þrjá, þannig að sameiginlega eru flokkarnir með níu af 15 borgarfulltrúum. Lítið hefur verið gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson funda öðru hvoru megin við hádegið. Hópur fólks á vegum framboðanna fundar síðan um fyrirkomulag viðræðnanna í dag. Þar verður ákveðið hvort fólki verði skipt upp í vinnuhópa um einstök mál, eða hvort öll mál verði undir hjá einum viðræðuhópi. Ekki er reiknað með að viðræðum flokkanna ljúki í dag. Ný borgarstjórn tekur við fimmtán dögum eftir kjördag og því hafa flokkarnir nokkurn tíma til að ganga frá samkomulagi. Jón Gnarr sagði hins vegar í samtali við fréttastofuna í gær, að hann reiknaði með að meirihlutaviðræður tækju skamman tíma. Besti flokkurinn setur þau skilyrði að Jón Gnarr verði borgarstjóri og ætti það skilyrði ekki að þvælast fyrir í viðræðunum, þar sem Dagur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu. Ef að samstarfinu verður tekur við borgarstjórn með rúman meirihluta, en slík borgarstjórn hefur ekki setið frá því á árunum 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðismenn fengu tíu menn kjörna í borgarstjórn. Átta þarf til lágmarks meirihluta og náði Reykjavíkurlistinn aldrei að fá kjörna fleiri en átta borgarfulltrúa í þrennum kosningum. Samstarf Besta flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hefði enn rýmri meirihluta, eða ellefu borgarfulltrúa af fimmtán.
Kosningar 2010 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira