Vigdís Hauksdóttir: Styrkjum stoðir Alþingis Vigdís Hauksdóttir skrifar 20. apríl 2010 06:00 Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun