Breytingar á reiknilíkani Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2010 06:00 Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar