Fallið frá kyrrsetningu eigna Hafnsteinn Hauksson skrifar 29. júní 2010 18:19 Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir fjórmenninganna yrðu kyrrsettar vegna meintra brota FL Group á lögum um virðisaukaskatt. Kyrrsetningin fór fram á grundvelli nýrrar lagaheimildar í lögum um tekjuskatt sem heimilar kyrrsetningu eigna til að tryggja skattgreiðslur, án þess að höfða þurfi staðfestingarmál. Hins vegar mega þolendur kyrrsetningarinnar fara með ágreiningsmál um lögmæti hennar fyrir dómstóla. Það gerði Skarphéðinn og var kyrrsetningin felld úr gildi fyrir Hæstarétti í síðustu viku. Dómstóllinn taldi að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir kyrrsetningunni. Snorri Olsen, tollstjóri, segist í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um einstök mál, en staðfestir að í sambærilegum málum og Skarphéðins Bergs hafi verið óskað eftir því við sýslumann að kyrrsetning eigna málsaðila verði tekin upp að nýju og fallið verði frá henni. Bryndís Pétursdóttir, skattrannsóknarstjóri, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Þess ber þó að geta að ráðist var í kyrrsetningu eigna fjórmenninganna í tíð Stefáns Skjaldarssonar sem sinnti embættinu í fjarveru Bryndísar. Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir fjórmenninganna yrðu kyrrsettar vegna meintra brota FL Group á lögum um virðisaukaskatt. Kyrrsetningin fór fram á grundvelli nýrrar lagaheimildar í lögum um tekjuskatt sem heimilar kyrrsetningu eigna til að tryggja skattgreiðslur, án þess að höfða þurfi staðfestingarmál. Hins vegar mega þolendur kyrrsetningarinnar fara með ágreiningsmál um lögmæti hennar fyrir dómstóla. Það gerði Skarphéðinn og var kyrrsetningin felld úr gildi fyrir Hæstarétti í síðustu viku. Dómstóllinn taldi að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir kyrrsetningunni. Snorri Olsen, tollstjóri, segist í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um einstök mál, en staðfestir að í sambærilegum málum og Skarphéðins Bergs hafi verið óskað eftir því við sýslumann að kyrrsetning eigna málsaðila verði tekin upp að nýju og fallið verði frá henni. Bryndís Pétursdóttir, skattrannsóknarstjóri, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Þess ber þó að geta að ráðist var í kyrrsetningu eigna fjórmenninganna í tíð Stefáns Skjaldarssonar sem sinnti embættinu í fjarveru Bryndísar.
Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira