Undarleg vinnubrögð Alþýðuflokksins heitins og Samfylkingarinnar nú Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. nóvember 2010 16:49 Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar