Ísland og ESB - þjóðarumræða eða þöggun? Árni Þór Sigurðsson skrifar 3. júlí 2010 06:45 Samskipti Íslands og Evrópusambandsins og einstakra ríkja innan þess hafa um langt árabil verið mikil. Hvort sem litið er til stjórnmálanna, menningar, sögu, viðskipta eða atvinnulífs. Ísland er Evrópuþjóð og skipar sér almennt á bekk með þeim. Tuttugu og sjö ríki hafa kosið að vinna náið saman innan Evrópusambandsins, mörg Evrópuríki standa utan bandalagsins, sum þeirra hafa sótt um aðild, önnur eru ekki á þeim buxunum. Samþykkt AlþingisÍsland sótti um aðild að ESB sl. sumar á grundvelli samþykktar Alþingis. Í vinnuferlinu innan Alþingis kom það í hlut utanríkismálanefndar að leggja meginlínur um hagsmuni Íslands í viðræðunum. Í áliti meirihluta nefndarinnar var stjórnvöldum settur ákveðinn rammi og lögð áhersla á að tryggja samfellda upplýsingagjöf frá framkvæmdavaldinu til löggjafans og samstarf þessara aðila ásamt víðtæku samráði við hagsmunaaðila í samfélaginu. Afstaða þjóðarinnar til Evrópusambandsins hefur lengi verið mæld í gegnum skoðanakannanir. Um langt skeið var meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar, ef marka má kannanir, að við ættum að sækja um aðild að ESB og láta reyna á hagsmuni okkar á þeim vettvangi. Það var t.a.m. staðan þegar Alþingi fól ríkisstjórninni að sækja um aðild. Nú blása aðrir vindar. Framganga Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, efnahagslegir erfiðleikar á evrusvæðinu o.fl. eiga vafalaust sinn þátt í þeirri þróun. Þessir vindar geta út af fyrir sig breyst aftur með skömmum fyrirvara. Ef einstakar skoðanakannanir eiga að ráða því hvort við erum með aðildarumsókn á borðinu í Brussel eða ekki, gætum við allt eins lent í þeirri stöðu að sækja um og draga umsókn til baka með jöfnu millibili. Það er ekki fýsilegur kostur og langt í frá trúverðugur fyrir land og þjóð. Vinstri græn og EvrópusambandiðÞað er öllum ljóst að ESB-umsóknin hefur reynst mínum flokki, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfið. Helgast það einkum af því að á sama tíma og flokkurinn hefur mótað þá stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan á flokkurinn aðild að ríkisstjórn sem á í aðildarviðræðum á grundvelli samþykktar Alþingis. Hagsmunamati VG hafa m.a. ráðið sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin, en einnig ýmsir aðrir þættir, s.s. samþjöppun valds andspænis valddreifingu, viðskiptamúrar, afstaðan til alþjóðahyggju o.fl. Í aðdraganda að umsókn Íslands bar gjaldmiðilsmálin hátt í umræðunni og margir hafa áreiðanlega horft til evrunnar sem sterks og stöðugs gjaldmiðils til lengri tíma litið og að hún gæti komið í stað hinnar flöktandi og veiku krónu. Við myndum núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að leggja fyrir Alþingi tillögu um umsókn að ESB og láta þannig meirihlutavilja Alþingis ráða för. Flokksráð VG og þingflokkur féllust á þessa málsmeðferð og báðir stjórnarflokkar áskildu sér rétt til að halda uppi sínum málflutningi. Meginatriðið er að Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður og þá samþykkt á að virða. Þetta mál þarf að útkljá á sómasamlega hátt svo það vofi ekki yfir okkur til langrar framtíðar. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem hafa efasemdir um eða eru alfarið andvígir aðild að ESB að málið sé til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þöggum ekki umræðunaVið Vinstri græn eigum að vera ódeig við að taka þátt í málefnalegri umræðu innan flokks og utan, beita rökum og afla sjónarmiðum okkar fylgis meðal þjóðarinnar, óháð því hvaða afstöðu hver og einn tekur þegar málið verður lagt fyrir þjóðina. Á landsfundi VG vorið 2009 var stefna flokksins gagnvart ESB-aðild áréttuð en jafnframt samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að opinni og lýðræðislegri umræðu um kosti og galla aðildar og að þjóðin ætti að ráða örlögum sínum í þessu efni. Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda. Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið. Tökumst á í þágu farsællar framtíðarÞað er eðlilegt að tekist sé á um Evrópusambandsaðild hér á landi. Í þeirri glímu verðum við að forðast kreddur, bæði þá að ESB bjargi hér öllu og eins hina að aðild að ESB sé upphaf og endir alls ills. Margvíslegir hagsmunir mæla gegn aðild eins og að ofan greinir en því verður ekki á móti mælt að aðildinni geta einnig fylgt ýmsir kostir, s.s. meiri efnahagslegur stöðugleiki en við búum við í dag, bætt viðskiptaumhverfi, pólitísk samleið með öðrum Evrópuþjóðum, ný og vonandi öflugri byggðastefna o.fl. Enda þótt við þekkjum innviði ESB og stefnu sambandsins í veigamiklum atriðum tel ég brýnt að við hefjum samningaviðræður og freistum þess að ljúka þeim með eins góðri niðurstöðu í okkar veigamestu hagsmunamálum og kostur er. Grundvallaratvinnugreinar, eins og sjávarútvegur og landbúnaður, eiga að fagna tækifærinu til að takast á um sína hagsmuni og skerpa þannig sýn og röksemdir, og vitaskuld er það ekki svo að í þessum greinum megi hvergi velta völum úr leið. En aðrir málaflokkar, eins og til að mynda byggðamál, umhverfismál, félagsleg réttindi og gjaldmiðilsmál, verða líka að fá gaumgæfilega umfjöllun. Um leið þurfum við að vinna hörðum höndum að endurmótun íslensks samfélags og koma okkur upp úr þeirri lægð sem við erum í sem þjóð, bæði í efnahagslegum og hugarfarslegum skilningi. Það er nefnilega þýðingarmikið að þegar þjóðin tekur ákvörðun um framtíð sína þá eigi hún val um tvo góða kosti, kosti sem hvor um sig yrðu farsælir fyrir íslenska þjóð. Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök, fjölmiðlar og fræðasamfélag bera mikla ábyrgð á því að svo verði. Það getur enginn óskað sér annars en að framtíðin verði björt og heillarík fyrir samfélag okkar og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Samskipti Íslands og Evrópusambandsins og einstakra ríkja innan þess hafa um langt árabil verið mikil. Hvort sem litið er til stjórnmálanna, menningar, sögu, viðskipta eða atvinnulífs. Ísland er Evrópuþjóð og skipar sér almennt á bekk með þeim. Tuttugu og sjö ríki hafa kosið að vinna náið saman innan Evrópusambandsins, mörg Evrópuríki standa utan bandalagsins, sum þeirra hafa sótt um aðild, önnur eru ekki á þeim buxunum. Samþykkt AlþingisÍsland sótti um aðild að ESB sl. sumar á grundvelli samþykktar Alþingis. Í vinnuferlinu innan Alþingis kom það í hlut utanríkismálanefndar að leggja meginlínur um hagsmuni Íslands í viðræðunum. Í áliti meirihluta nefndarinnar var stjórnvöldum settur ákveðinn rammi og lögð áhersla á að tryggja samfellda upplýsingagjöf frá framkvæmdavaldinu til löggjafans og samstarf þessara aðila ásamt víðtæku samráði við hagsmunaaðila í samfélaginu. Afstaða þjóðarinnar til Evrópusambandsins hefur lengi verið mæld í gegnum skoðanakannanir. Um langt skeið var meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar, ef marka má kannanir, að við ættum að sækja um aðild að ESB og láta reyna á hagsmuni okkar á þeim vettvangi. Það var t.a.m. staðan þegar Alþingi fól ríkisstjórninni að sækja um aðild. Nú blása aðrir vindar. Framganga Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, efnahagslegir erfiðleikar á evrusvæðinu o.fl. eiga vafalaust sinn þátt í þeirri þróun. Þessir vindar geta út af fyrir sig breyst aftur með skömmum fyrirvara. Ef einstakar skoðanakannanir eiga að ráða því hvort við erum með aðildarumsókn á borðinu í Brussel eða ekki, gætum við allt eins lent í þeirri stöðu að sækja um og draga umsókn til baka með jöfnu millibili. Það er ekki fýsilegur kostur og langt í frá trúverðugur fyrir land og þjóð. Vinstri græn og EvrópusambandiðÞað er öllum ljóst að ESB-umsóknin hefur reynst mínum flokki, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfið. Helgast það einkum af því að á sama tíma og flokkurinn hefur mótað þá stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan á flokkurinn aðild að ríkisstjórn sem á í aðildarviðræðum á grundvelli samþykktar Alþingis. Hagsmunamati VG hafa m.a. ráðið sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin, en einnig ýmsir aðrir þættir, s.s. samþjöppun valds andspænis valddreifingu, viðskiptamúrar, afstaðan til alþjóðahyggju o.fl. Í aðdraganda að umsókn Íslands bar gjaldmiðilsmálin hátt í umræðunni og margir hafa áreiðanlega horft til evrunnar sem sterks og stöðugs gjaldmiðils til lengri tíma litið og að hún gæti komið í stað hinnar flöktandi og veiku krónu. Við myndum núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að leggja fyrir Alþingi tillögu um umsókn að ESB og láta þannig meirihlutavilja Alþingis ráða för. Flokksráð VG og þingflokkur féllust á þessa málsmeðferð og báðir stjórnarflokkar áskildu sér rétt til að halda uppi sínum málflutningi. Meginatriðið er að Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður og þá samþykkt á að virða. Þetta mál þarf að útkljá á sómasamlega hátt svo það vofi ekki yfir okkur til langrar framtíðar. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem hafa efasemdir um eða eru alfarið andvígir aðild að ESB að málið sé til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þöggum ekki umræðunaVið Vinstri græn eigum að vera ódeig við að taka þátt í málefnalegri umræðu innan flokks og utan, beita rökum og afla sjónarmiðum okkar fylgis meðal þjóðarinnar, óháð því hvaða afstöðu hver og einn tekur þegar málið verður lagt fyrir þjóðina. Á landsfundi VG vorið 2009 var stefna flokksins gagnvart ESB-aðild áréttuð en jafnframt samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að opinni og lýðræðislegri umræðu um kosti og galla aðildar og að þjóðin ætti að ráða örlögum sínum í þessu efni. Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda. Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið. Tökumst á í þágu farsællar framtíðarÞað er eðlilegt að tekist sé á um Evrópusambandsaðild hér á landi. Í þeirri glímu verðum við að forðast kreddur, bæði þá að ESB bjargi hér öllu og eins hina að aðild að ESB sé upphaf og endir alls ills. Margvíslegir hagsmunir mæla gegn aðild eins og að ofan greinir en því verður ekki á móti mælt að aðildinni geta einnig fylgt ýmsir kostir, s.s. meiri efnahagslegur stöðugleiki en við búum við í dag, bætt viðskiptaumhverfi, pólitísk samleið með öðrum Evrópuþjóðum, ný og vonandi öflugri byggðastefna o.fl. Enda þótt við þekkjum innviði ESB og stefnu sambandsins í veigamiklum atriðum tel ég brýnt að við hefjum samningaviðræður og freistum þess að ljúka þeim með eins góðri niðurstöðu í okkar veigamestu hagsmunamálum og kostur er. Grundvallaratvinnugreinar, eins og sjávarútvegur og landbúnaður, eiga að fagna tækifærinu til að takast á um sína hagsmuni og skerpa þannig sýn og röksemdir, og vitaskuld er það ekki svo að í þessum greinum megi hvergi velta völum úr leið. En aðrir málaflokkar, eins og til að mynda byggðamál, umhverfismál, félagsleg réttindi og gjaldmiðilsmál, verða líka að fá gaumgæfilega umfjöllun. Um leið þurfum við að vinna hörðum höndum að endurmótun íslensks samfélags og koma okkur upp úr þeirri lægð sem við erum í sem þjóð, bæði í efnahagslegum og hugarfarslegum skilningi. Það er nefnilega þýðingarmikið að þegar þjóðin tekur ákvörðun um framtíð sína þá eigi hún val um tvo góða kosti, kosti sem hvor um sig yrðu farsælir fyrir íslenska þjóð. Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök, fjölmiðlar og fræðasamfélag bera mikla ábyrgð á því að svo verði. Það getur enginn óskað sér annars en að framtíðin verði björt og heillarík fyrir samfélag okkar og komandi kynslóðir.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun