Oft var þörf en nú er nauðsyn 31. ágúst 2010 06:00 Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar