Sjálfdæmi eða regla Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. mars 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun