Blóðsúthellingalaus leiðrétting Guðmundur Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skiptir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaupmætti sem hann hefur náð í kjarabaráttunni. Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna" svo ég noti þeirra eigin orð. Þetta upplifa íslenskir launamenn reglulega þegar stjórnvöld hafa ítrekað með einu pennastriki eyðilagt árangur mikillar og langvinnrar kjarabaráttu og svo einkennilegt sem það nú er að síðan er veist að stéttarfélögunum vegna slakra launakjara. Nú stendur enn eina ferðina yfir gríðarleg eignatilfærsla og reikningurinn er sendur launamönnum. Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra). Því er haldið að okkur að sveigjanleikinn er dýru verði keyptur og það er íslenskur almenningur sem borgar þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína. Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vexti. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Við erum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna. Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinningur, sem kemur fram á rekstrarhlið fárra fyrirtækja. Gengisfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukning erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda. Gengisfallið er því ekki að hjálpa neinum, nema kannski skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa og yfir standa stórkostlegustu eignatilfærslur Íslandssögunar. Hér er um að kenna kerfishruni krónunnar og allri umgjörð hennar. Endurreisn á gengi verður því viðkomið með hefðbundnum aðferðum, þær eru ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Þessu veldur breytt í umgjörð krónunnar; hrunið bankakerfi, traust á fjármálamörkuðum, lánshæfnismat Íslands með lokuðum aðgang að erl. bankakerfi og getuleysi Seðlabankans okkar sem lánveitanda til þrautavara. Kerfisáhætta krónunnar jókst við fall bankanna. Samningar við ESB og aðstoð Seðlabanka Evrópu er okkur lífnauðsyn með fastgengi þar til evra verður tekin upp eins fljótt og mögulegt er - í samstafi við Seðlabanka Evrópu - byggt á langtíma jafnvægisgegni (gengisvísitölu 135 -140). Krónan hækkar fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja um 5% að staðaldri. Er það að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. Sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skiptir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaupmætti sem hann hefur náð í kjarabaráttunni. Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna" svo ég noti þeirra eigin orð. Þetta upplifa íslenskir launamenn reglulega þegar stjórnvöld hafa ítrekað með einu pennastriki eyðilagt árangur mikillar og langvinnrar kjarabaráttu og svo einkennilegt sem það nú er að síðan er veist að stéttarfélögunum vegna slakra launakjara. Nú stendur enn eina ferðina yfir gríðarleg eignatilfærsla og reikningurinn er sendur launamönnum. Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra). Því er haldið að okkur að sveigjanleikinn er dýru verði keyptur og það er íslenskur almenningur sem borgar þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína. Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vexti. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Við erum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna. Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinningur, sem kemur fram á rekstrarhlið fárra fyrirtækja. Gengisfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukning erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda. Gengisfallið er því ekki að hjálpa neinum, nema kannski skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa og yfir standa stórkostlegustu eignatilfærslur Íslandssögunar. Hér er um að kenna kerfishruni krónunnar og allri umgjörð hennar. Endurreisn á gengi verður því viðkomið með hefðbundnum aðferðum, þær eru ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Þessu veldur breytt í umgjörð krónunnar; hrunið bankakerfi, traust á fjármálamörkuðum, lánshæfnismat Íslands með lokuðum aðgang að erl. bankakerfi og getuleysi Seðlabankans okkar sem lánveitanda til þrautavara. Kerfisáhætta krónunnar jókst við fall bankanna. Samningar við ESB og aðstoð Seðlabanka Evrópu er okkur lífnauðsyn með fastgengi þar til evra verður tekin upp eins fljótt og mögulegt er - í samstafi við Seðlabanka Evrópu - byggt á langtíma jafnvægisgegni (gengisvísitölu 135 -140). Krónan hækkar fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja um 5% að staðaldri. Er það að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. Sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun