Þeirra eigin orð 21. ágúst 2010 06:30 Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði. Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar fullyrt, að það, sem kemst inn í aðildarsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta. Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur. Bryndís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar. Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinnssyni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undanförnu. Greinargerð nefndarinnar heitir „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sérfræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á einmitt nú. Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stendur: „Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig: „Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir." Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunnugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sumarhúsum óhögguð enn í dag. Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við viljum reyna að koma góðum ákvæðum um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitnað. Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „ En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á „Evrópuvaktinni". Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: „Athyglisvert er að kynnast því viðhorfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum „samningum" sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjölmörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og handsöl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafnræði innan ESB." Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grunur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli. Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Fullyrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Enginn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð? Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni tilgreindu, stangast á við þeirra eigin orð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði. Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar fullyrt, að það, sem kemst inn í aðildarsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta. Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur. Bryndís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar. Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinnssyni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undanförnu. Greinargerð nefndarinnar heitir „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sérfræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á einmitt nú. Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stendur: „Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig: „Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir." Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunnugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sumarhúsum óhögguð enn í dag. Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við viljum reyna að koma góðum ákvæðum um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitnað. Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „ En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á „Evrópuvaktinni". Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: „Athyglisvert er að kynnast því viðhorfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum „samningum" sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjölmörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og handsöl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafnræði innan ESB." Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grunur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli. Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Fullyrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Enginn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð? Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni tilgreindu, stangast á við þeirra eigin orð.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar