Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 18:37 Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22