Ættleiðingar á eigin vegum til skoðunar magnusl@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 05:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skoðar milliliðalausar ættleiðingar. Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira