Hvað eru jólin? Karl Sigurbjörnsson og biskup Íslands skrifa 24. desember 2010 06:00 Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól!
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun