Guðmundur Magnússon: Er ekkert að marka ráðherra? 19. maí 2010 06:00 Þegar ráðist var á öryrkja og aldraða um mitt ár í fyrra fullyrti félags- og tryggingamálaráðherra að „…það væri betra að fá skellinn strax heldur en smátt og smátt". Það er ekki liðið árið þegar sami ráðherra kemur í fjölmiðla og lýsir því yfir að nú standi til að draga enn frekar úr velferðarkerfinu: "…að spara þar um 6% og fækka störfum" sem að sjálfsöðu þýðir minni þjónusta við einmitt þá er verst eru settir, þá sem erfiðast eiga með breytingar, sem eru viðkvæmastir í þjónustu o.s.frv.! Árni Páll Árnason. Það er ekki nóg að tala fjálglega á fundum og lofa bættri þjónustu, tryggja öllum mannréttindi og heita því að allir fái að sitja við sama borð, hvað þjónustu varðar. Nú er, svo notaður sé orðaforði íþróttafréttamanna: rétt að þú takir þér tak og gyrðir í brók, látir hendur standa fram úr ermum og raunverulega VERJIR VELFERÐARKERFIÐ!!! Eins og þessi stjórn lofaði og hefur marg oft stagast á að hún vilji gera. Um síðustu helgi var haldið málþing í þjóðfundarstíl um fátækt á íslandi að frumkvæði European Anti Poverty Network (EAPN) og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um sama leyti kemur út skýrsla Rauða kross Íslands, „Hvar þrengir að?", en þar kennir ýmissa grasa. Þeir hópar sem verst standa eru: atvinnuleitendur með litla menntun, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar með lágar tekjur, innflytjendur sem tala litla íslensku, öryrkjar sem eru með börn á framfæri og börn og unglingar sem skortir tækifæri, t.d. vegna fátæktar, bakgrunns og/eða stöðu forsjáraðila. Lífeyrisþegar sem aldrei hafa haft mikið hafa verið skertir markvisst síðan janúar 2009 bæði í almannatryggingakerfinu sem og hjá lífeyrissjóðunum sem hafa gengið hvað harðast að láglaunafólki sem vegna veikinda eða fötlunar á rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum sem það hefur greitt í allan sinn vinnutíma. En með „hókus pókus" reglum hafa lífeyrissjóðirnir komist upp með að láta almannatryggingakerfið greiða sjóðunum milljarð á ári sem niðurgreiðsla, án þess að bótaþegar fái það í sinn vasa. Nei, nú er komið nóg! Fyrir rúmu ári var svo kölluð búsáhaldabylting, en nú er komið að hækju- og hjólastólabyltingunni: „Öryrkjar allra landa sameinist." Það er ófært að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð sjái engin önnur úrræði en ráðast á þá er erfiðast hafa það fyrir, hvort sem þeir kallast öryrkjar, atvinnuleitendur eða láglaunafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ráðist var á öryrkja og aldraða um mitt ár í fyrra fullyrti félags- og tryggingamálaráðherra að „…það væri betra að fá skellinn strax heldur en smátt og smátt". Það er ekki liðið árið þegar sami ráðherra kemur í fjölmiðla og lýsir því yfir að nú standi til að draga enn frekar úr velferðarkerfinu: "…að spara þar um 6% og fækka störfum" sem að sjálfsöðu þýðir minni þjónusta við einmitt þá er verst eru settir, þá sem erfiðast eiga með breytingar, sem eru viðkvæmastir í þjónustu o.s.frv.! Árni Páll Árnason. Það er ekki nóg að tala fjálglega á fundum og lofa bættri þjónustu, tryggja öllum mannréttindi og heita því að allir fái að sitja við sama borð, hvað þjónustu varðar. Nú er, svo notaður sé orðaforði íþróttafréttamanna: rétt að þú takir þér tak og gyrðir í brók, látir hendur standa fram úr ermum og raunverulega VERJIR VELFERÐARKERFIÐ!!! Eins og þessi stjórn lofaði og hefur marg oft stagast á að hún vilji gera. Um síðustu helgi var haldið málþing í þjóðfundarstíl um fátækt á íslandi að frumkvæði European Anti Poverty Network (EAPN) og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um sama leyti kemur út skýrsla Rauða kross Íslands, „Hvar þrengir að?", en þar kennir ýmissa grasa. Þeir hópar sem verst standa eru: atvinnuleitendur með litla menntun, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar með lágar tekjur, innflytjendur sem tala litla íslensku, öryrkjar sem eru með börn á framfæri og börn og unglingar sem skortir tækifæri, t.d. vegna fátæktar, bakgrunns og/eða stöðu forsjáraðila. Lífeyrisþegar sem aldrei hafa haft mikið hafa verið skertir markvisst síðan janúar 2009 bæði í almannatryggingakerfinu sem og hjá lífeyrissjóðunum sem hafa gengið hvað harðast að láglaunafólki sem vegna veikinda eða fötlunar á rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum sem það hefur greitt í allan sinn vinnutíma. En með „hókus pókus" reglum hafa lífeyrissjóðirnir komist upp með að láta almannatryggingakerfið greiða sjóðunum milljarð á ári sem niðurgreiðsla, án þess að bótaþegar fái það í sinn vasa. Nei, nú er komið nóg! Fyrir rúmu ári var svo kölluð búsáhaldabylting, en nú er komið að hækju- og hjólastólabyltingunni: „Öryrkjar allra landa sameinist." Það er ófært að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð sjái engin önnur úrræði en ráðast á þá er erfiðast hafa það fyrir, hvort sem þeir kallast öryrkjar, atvinnuleitendur eða láglaunafólk.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun