Landeyjahöfn og jólasveinninn 18. ágúst 2010 06:00 Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun