Föðurlandsást og þjóðernisstefna 21. ágúst 2010 06:00 Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar