Er stjórnlagaþing ópíum fólksins? 22. október 2010 06:00 Ég er búin að fara hringinn, eftir að hafa fengið hvatningar frá góðu fólki um að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Mér þótti vænt um traustið sem mér var sýnt. Mér stendur heldur ekki á sama um hvernig þjóðin mín kemst út úr ógöngum kreppu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég ákvað því að skoða þetta vandlega, las vef Stjórnlagaþings til að kynna mér hvað fælist í þessu, las skrif á Facebook, hlustaði á hvetjandi viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur og las grein hennar um þetta ómetanlega tækifæri. Niðurstaða mín er sú að ég tel ekki rétt að etja sjálfri mér á foraðið. Kannski er útskýringin sú að ég hef búið lengi erlendis. Ég er vonlítil um að þetta átak skili sér. Það er svo margt losaralegt í kringum þetta - kannski er ég orðin of skandinavísk, á erfitt með íslenska kappið í stað forsjár. Hjá mér vakna margar spurningar:Hlutverk stjórnlagaþingsSamkvæmt vefnum er verkefnið að endurskoða stjórnarskrána og undirbúa lagafrumvarp um endurbætta stjórnarskrá. Hvernig á sú vinna að fara fram? Þetta er ekkert smáverkefni og verður ekki leyst á 2-4 mánuðum, hvað þá af 25-31 manns. Verður lögfrótt fólk þinginu til aðstoðar? Verður markvisst staðið að fræðslu og umræðu um hlutverk stjórnarskrár, núverandi stjórnarskrá og þá einnig í samanburði við stjórnarskrár í öðrum ríkjum? Hvernig úreldast stjórnarskrár og hvernig eru þær nútímavæddar? Fulltrúar á stjórnlagaþingiÁ að safna 25-31 fulltrúum þar sem dreifing þeirra (kyn, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða) er ekki hugsuð fyrir fram, heldur „blint" persónukjör látið ráða? Hvert er umboð fulltrúanna og ábyrgð? Er ekki hætta á að þeir verði leiksoppar í ferli sem þeir hafa mismunandi forsendur til að átta sig á? Er ekki hætt við að vinna þeirra verði tætt niður líkt og gerst hefur í sambandi við rannsóknarskýrsluna og ferli hennar í gegnum þingið? Og getur verið að sú reynsla fæli gott fólk frá? StjórnarskráUndirbúningur frumvarps um stjórnarskrá er margslungið ferli. Hvernig á að setja saman stjórnarskrá þjóðríkis í heimi þar sem landamæri verða æ ósýnilegri undir þéttri fuglafit alþjóðlegra laga og reglugerða - og það í landi sem er á hnjánum? Það í sjálfu sér er ögrandi verkefni og verðugt. En hverjar eru væntingar þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár, og hvað eru raunhæfar væntingar? FramboðEinstaklingar safna nú meðmælendum og lýsa yfir framboði á Facebook. Allt virkar þetta frekar spontant og á „mér líkar við þig"-nótunum. En ég kem ekki auga á aðferðafræði um hvernig staðið skuli að framboði. Á hvaða forsendum býður fólk sig fram? Í draumalandi lýðræðisins sæi ég fyrir mér grasrótarhópa í kringum hvern frambjóðenda. Sá hópur ynni að framboðinu, héldi umræðunni gangandi, undirbyggi mál og kryfði þau til mergjar. Ég er vonlítil um að Íslendingar nútímans hafi tíma eða þol til að sinna slíku ferli. Konur hvetja aðrar konur til að bjóða sig fram, en bjóða sig ekki sjálfar fram. Bera fyrir sig annir og ábyrgð á öðrum vettvangi. Verða það þá aðeins lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og einyrkjar sem geta brugðið sér frá til að sinna lýðræðistilraunum? Fólk ætti að geta tekið lýðræðisorlof, sbr. fæðingarorlof. Ég kysi að sjá skilaboð eins og „við erum hópur sem vill láta rödd sína heyrast á stjórnlagaþingi, við viljum vinna saman í baklandinu og biðjum þig um að vera fulltrúi okkar". Eða „við viljum finna út úr því hvert okkar býður sig fram" (varla tími til þess, þrír dagar til stefnu). Tvær milljónirMér finnst mjög ósmekklegt að yfirleitt sé talað um að verja megi fé í framboðið. Þakið ætti að vera 20.000, þ.e. fyrir kaffi og kleinum. Ef framboðið á að vera ólíkt öðrum framboðum á það ekki að drukkna í kaupmennsku og auglýsingaskrumi. Umræður eiga að fara fram ókeypis í ríkisfjölmiðlum og á félagsmiðlum. Vinnustöðum, skólum, sambýlum o.s.frv. Þær eiga að vera lýðræðislegar og fræðandi. Hverjir mega við því að leggja tvær millur í framboð og hafa hug á að sitja á stjórnlagaþingi? Frjálshyggjugæjar, kannski til að tryggja sér auðlindirnar, en varla „fyrsti riðillinn", lýðræðisferli höfðar ekki til þeirra. Bloggarar og kverúlantar, já, ég hef séð nokkra slíka á listanum í dag. Þarna sé ég að vísu nokkrar flottar konur, sem ég veit að eiga sér gott bakland, góða mannkosti og vinahópa þar sem málin eru sífellt krufin til mergjar. Það má vera að þetta hljómi eins og svartsýnisraus, en mér finnst nauðsynlegt að staldra við og spyrja sig óþægilegra spurninga. Ekki síst í ljósi þess hvernig allar heiðarlegar tilraunir til að reisa landið við hafa drukknað í skarkala og ólátum. Að lokum situr í mér enn ein spurning: Er stjórnmálaþing ópíum til að róa fólkið - eða er von til þess að 30 manna lýðræðistilraun hafi eitthvað að segja í öngþveiti þar sem valdaleysi einkennir þau sem valdið eiga að hafa en raunverulegt vald leynist í myrkum undirstraumum utan seilingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að fara hringinn, eftir að hafa fengið hvatningar frá góðu fólki um að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Mér þótti vænt um traustið sem mér var sýnt. Mér stendur heldur ekki á sama um hvernig þjóðin mín kemst út úr ógöngum kreppu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég ákvað því að skoða þetta vandlega, las vef Stjórnlagaþings til að kynna mér hvað fælist í þessu, las skrif á Facebook, hlustaði á hvetjandi viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur og las grein hennar um þetta ómetanlega tækifæri. Niðurstaða mín er sú að ég tel ekki rétt að etja sjálfri mér á foraðið. Kannski er útskýringin sú að ég hef búið lengi erlendis. Ég er vonlítil um að þetta átak skili sér. Það er svo margt losaralegt í kringum þetta - kannski er ég orðin of skandinavísk, á erfitt með íslenska kappið í stað forsjár. Hjá mér vakna margar spurningar:Hlutverk stjórnlagaþingsSamkvæmt vefnum er verkefnið að endurskoða stjórnarskrána og undirbúa lagafrumvarp um endurbætta stjórnarskrá. Hvernig á sú vinna að fara fram? Þetta er ekkert smáverkefni og verður ekki leyst á 2-4 mánuðum, hvað þá af 25-31 manns. Verður lögfrótt fólk þinginu til aðstoðar? Verður markvisst staðið að fræðslu og umræðu um hlutverk stjórnarskrár, núverandi stjórnarskrá og þá einnig í samanburði við stjórnarskrár í öðrum ríkjum? Hvernig úreldast stjórnarskrár og hvernig eru þær nútímavæddar? Fulltrúar á stjórnlagaþingiÁ að safna 25-31 fulltrúum þar sem dreifing þeirra (kyn, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða) er ekki hugsuð fyrir fram, heldur „blint" persónukjör látið ráða? Hvert er umboð fulltrúanna og ábyrgð? Er ekki hætta á að þeir verði leiksoppar í ferli sem þeir hafa mismunandi forsendur til að átta sig á? Er ekki hætt við að vinna þeirra verði tætt niður líkt og gerst hefur í sambandi við rannsóknarskýrsluna og ferli hennar í gegnum þingið? Og getur verið að sú reynsla fæli gott fólk frá? StjórnarskráUndirbúningur frumvarps um stjórnarskrá er margslungið ferli. Hvernig á að setja saman stjórnarskrá þjóðríkis í heimi þar sem landamæri verða æ ósýnilegri undir þéttri fuglafit alþjóðlegra laga og reglugerða - og það í landi sem er á hnjánum? Það í sjálfu sér er ögrandi verkefni og verðugt. En hverjar eru væntingar þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár, og hvað eru raunhæfar væntingar? FramboðEinstaklingar safna nú meðmælendum og lýsa yfir framboði á Facebook. Allt virkar þetta frekar spontant og á „mér líkar við þig"-nótunum. En ég kem ekki auga á aðferðafræði um hvernig staðið skuli að framboði. Á hvaða forsendum býður fólk sig fram? Í draumalandi lýðræðisins sæi ég fyrir mér grasrótarhópa í kringum hvern frambjóðenda. Sá hópur ynni að framboðinu, héldi umræðunni gangandi, undirbyggi mál og kryfði þau til mergjar. Ég er vonlítil um að Íslendingar nútímans hafi tíma eða þol til að sinna slíku ferli. Konur hvetja aðrar konur til að bjóða sig fram, en bjóða sig ekki sjálfar fram. Bera fyrir sig annir og ábyrgð á öðrum vettvangi. Verða það þá aðeins lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og einyrkjar sem geta brugðið sér frá til að sinna lýðræðistilraunum? Fólk ætti að geta tekið lýðræðisorlof, sbr. fæðingarorlof. Ég kysi að sjá skilaboð eins og „við erum hópur sem vill láta rödd sína heyrast á stjórnlagaþingi, við viljum vinna saman í baklandinu og biðjum þig um að vera fulltrúi okkar". Eða „við viljum finna út úr því hvert okkar býður sig fram" (varla tími til þess, þrír dagar til stefnu). Tvær milljónirMér finnst mjög ósmekklegt að yfirleitt sé talað um að verja megi fé í framboðið. Þakið ætti að vera 20.000, þ.e. fyrir kaffi og kleinum. Ef framboðið á að vera ólíkt öðrum framboðum á það ekki að drukkna í kaupmennsku og auglýsingaskrumi. Umræður eiga að fara fram ókeypis í ríkisfjölmiðlum og á félagsmiðlum. Vinnustöðum, skólum, sambýlum o.s.frv. Þær eiga að vera lýðræðislegar og fræðandi. Hverjir mega við því að leggja tvær millur í framboð og hafa hug á að sitja á stjórnlagaþingi? Frjálshyggjugæjar, kannski til að tryggja sér auðlindirnar, en varla „fyrsti riðillinn", lýðræðisferli höfðar ekki til þeirra. Bloggarar og kverúlantar, já, ég hef séð nokkra slíka á listanum í dag. Þarna sé ég að vísu nokkrar flottar konur, sem ég veit að eiga sér gott bakland, góða mannkosti og vinahópa þar sem málin eru sífellt krufin til mergjar. Það má vera að þetta hljómi eins og svartsýnisraus, en mér finnst nauðsynlegt að staldra við og spyrja sig óþægilegra spurninga. Ekki síst í ljósi þess hvernig allar heiðarlegar tilraunir til að reisa landið við hafa drukknað í skarkala og ólátum. Að lokum situr í mér enn ein spurning: Er stjórnmálaþing ópíum til að róa fólkið - eða er von til þess að 30 manna lýðræðistilraun hafi eitthvað að segja í öngþveiti þar sem valdaleysi einkennir þau sem valdið eiga að hafa en raunverulegt vald leynist í myrkum undirstraumum utan seilingar?
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun