Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt 26. mars 2010 19:31 Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels