Vituð ér enn… Sverrir Hermannsson skrifar 30. júní 2010 06:45 Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun