Eini kosturinn í stöðunni? 8. janúar 2010 06:15 Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar