Kjósum og samþykkjum Icesave Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. janúar 2010 06:00 Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun