Bandarískir draumar Vigdís Hauksdóttir skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun