Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini 16. apríl 2010 03:45 Ester kristinsdóttir Gafst ekki upp og bjargaði lífi viðskiptavinar sem fékk hjartastopp síðastliðinn þriðjudag.Fréttablaðið/Pjetur „Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira