Hendur fram úr ermum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Vatnaskil hafa nú orðið í þróun efnahags- og atvinnumála frá hruni. Rústabjörguninni er að mestu lokið og uppbyggingin hefur tekið við. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að láta hendur standa fram úr ermum og hefja atvinnuuppbyggingu af krafti. Á viðskiptaþingi sem haldið var í vikunni hvatti ég menn til að standa saman og horfa fram á veginn á þá miklu möguleika sem íslenskt samfélag býður upp á. Í þeim efnum er fullt tilefni til bjartsýni og sóknarhugar enda tækifærin óþrjótandi. Í fyrsta sinn í áraraðir ríkir sæmilegur stöðugleiki í efnahagslífinu og helstu hagvísar eru hagstæðir. Verðbólga hefur ekki verið lægri síðan árið 2004, gengi krónunnar er stöðugt og vextir hafa ekki verið lægri um langt árabil. Þessi stöðugleiki er frumforsenda þess að fyrirtækin leggi í fjárfestingar. Ótvíræður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og halli ríkissjóðs, sem var um 216 milljarðar árið 2008, verður kominn í 36 milljarða árið 2011. Góður afgangur er á utanríkisverslun og svo virðist sem viðskiptajöfnuður hafi skilað afgangi sem nemur 3-4% af landsframleiðslu í fyrra. Fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nýlokið og stefnt er að þeirri fimmtu strax í næsta mánuði. Öll merki benda til þess að Ísland sé komið yfir erfiðasta hjallann. Hagvöxtur er hafinn og skuldabyrðin minni en reiknað var með. Neikvæð staða þjóðarbúsins í lok árs 2010 er á bilinu 57-82% af landsframleiðslu en var um 210% af landsframleiðslu árið 2008.Bætt umgjörð atvinnulífs Gert er ráð fyrir að viðamiklum aðgerðum í skuldamálum 6-7 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja ljúki að mestu á komandi sumri. Þessum aðgerðum er ætlað að laga skuldir þessara fyrirtækja að eigna- eða rekstrarvirði þeirra og efla þau til nýrrar sóknar. Breið samstaða hefur nú skapast um lausn Icesave-málsins á Alþingi og vonandi sér nú fyrir endann á þeim erfiðleikum sem málið hefur skapað íslensku efnahags- og atvinnulífi. Lausn þess mun án efa hafa víðtæk áhrif á fjármögnunarmöguleika þjóðarbúsins og stórframkvæmda. Ég fullyrði einnig að nú þegar hafa þúsundir starfa verið varin og ný sköpuð vegna margháttaðra annarra aðgerða stjórnvalda til að styðja við atvinnulífið og hvetja til dáða, m.a. með átaksverkefnum, lagabreytingum, skattaívilnunum, framkvæmdaverkefnum ýmiss konar og fjárfestingarsamningum.Þúsundir starfa í farvatninu Nýverið var samið um aukna afkastagetu álversins í Straumsvík og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að fara á fulla ferð. Í vikunni var einnig samið um nýtt kísilver í Helguvík. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir ríflega 100 milljarða króna sem skapa munu 1.500-1.600 ársverk næstu misserin. Góðar horfur eru einnig varðandi verksmiðju í Grindavík sem framleiðir hreinkísil fyrir sólarrafhlöður, áætlanir eru um byggingu verksmiðju á Grundartanga sem framleiða mun natríumklórat og með skömmum fyrirvara væri hægt að ráðast í mjög umfangsmiklar framkvæmdir í samgöngumálum ef sátt næðist um fjármögnun þeirra framkvæmda með veggjöldum. Þessi verkefni öll gætu skapað allt að 2.000 ársverk fljótt og um 500 bein varanleg störf við framtíðarrekstur. Í ársgamalli könnun Viðskiptaráðs á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja kom fram að flest fyrirtæki töldu að óvissa, veiking krónunnar, samdráttur í eftirspurn og hátt vaxtastig ylli mestum erfiðleikum í rekstri. Það er ánægjulegt að sjá að þessi ársgömlu vandamál virðast ekki lengur vefjast mjög fyrir forystumönnum atvinnulífsins í nýjustu könnun Verslunarráðs. Nú tróna þar efst sem helstu vandamálin stjórnvöldin sem hafa haft forystu um þann árangur sem ég hef hér farið yfir og skattaálögur á íslensk fyrirtæki. Þetta segir ansi margt um þann góða árangur sem við höfum náð enda tala staðreyndirnar um stjórnvaldið og skattana sínu máli. Staðreyndin er sú að skattar á fyrirtæki og arð eru hærri í flestum ef ekki öllum okkar helstu samkeppnislöndum og innan OECD eru aðeins 6 lönd með lægri skatta en Ísland. Atvinnulífinu er því ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og nýta tækifærin sem blasa við á Íslandi.Sameinumst um uppbyggingu Við verðum að skapa 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja hér upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að heimavelli sínum til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri öfluga aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Vatnaskil hafa nú orðið í þróun efnahags- og atvinnumála frá hruni. Rústabjörguninni er að mestu lokið og uppbyggingin hefur tekið við. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að láta hendur standa fram úr ermum og hefja atvinnuuppbyggingu af krafti. Á viðskiptaþingi sem haldið var í vikunni hvatti ég menn til að standa saman og horfa fram á veginn á þá miklu möguleika sem íslenskt samfélag býður upp á. Í þeim efnum er fullt tilefni til bjartsýni og sóknarhugar enda tækifærin óþrjótandi. Í fyrsta sinn í áraraðir ríkir sæmilegur stöðugleiki í efnahagslífinu og helstu hagvísar eru hagstæðir. Verðbólga hefur ekki verið lægri síðan árið 2004, gengi krónunnar er stöðugt og vextir hafa ekki verið lægri um langt árabil. Þessi stöðugleiki er frumforsenda þess að fyrirtækin leggi í fjárfestingar. Ótvíræður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og halli ríkissjóðs, sem var um 216 milljarðar árið 2008, verður kominn í 36 milljarða árið 2011. Góður afgangur er á utanríkisverslun og svo virðist sem viðskiptajöfnuður hafi skilað afgangi sem nemur 3-4% af landsframleiðslu í fyrra. Fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nýlokið og stefnt er að þeirri fimmtu strax í næsta mánuði. Öll merki benda til þess að Ísland sé komið yfir erfiðasta hjallann. Hagvöxtur er hafinn og skuldabyrðin minni en reiknað var með. Neikvæð staða þjóðarbúsins í lok árs 2010 er á bilinu 57-82% af landsframleiðslu en var um 210% af landsframleiðslu árið 2008.Bætt umgjörð atvinnulífs Gert er ráð fyrir að viðamiklum aðgerðum í skuldamálum 6-7 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja ljúki að mestu á komandi sumri. Þessum aðgerðum er ætlað að laga skuldir þessara fyrirtækja að eigna- eða rekstrarvirði þeirra og efla þau til nýrrar sóknar. Breið samstaða hefur nú skapast um lausn Icesave-málsins á Alþingi og vonandi sér nú fyrir endann á þeim erfiðleikum sem málið hefur skapað íslensku efnahags- og atvinnulífi. Lausn þess mun án efa hafa víðtæk áhrif á fjármögnunarmöguleika þjóðarbúsins og stórframkvæmda. Ég fullyrði einnig að nú þegar hafa þúsundir starfa verið varin og ný sköpuð vegna margháttaðra annarra aðgerða stjórnvalda til að styðja við atvinnulífið og hvetja til dáða, m.a. með átaksverkefnum, lagabreytingum, skattaívilnunum, framkvæmdaverkefnum ýmiss konar og fjárfestingarsamningum.Þúsundir starfa í farvatninu Nýverið var samið um aukna afkastagetu álversins í Straumsvík og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru að fara á fulla ferð. Í vikunni var einnig samið um nýtt kísilver í Helguvík. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir ríflega 100 milljarða króna sem skapa munu 1.500-1.600 ársverk næstu misserin. Góðar horfur eru einnig varðandi verksmiðju í Grindavík sem framleiðir hreinkísil fyrir sólarrafhlöður, áætlanir eru um byggingu verksmiðju á Grundartanga sem framleiða mun natríumklórat og með skömmum fyrirvara væri hægt að ráðast í mjög umfangsmiklar framkvæmdir í samgöngumálum ef sátt næðist um fjármögnun þeirra framkvæmda með veggjöldum. Þessi verkefni öll gætu skapað allt að 2.000 ársverk fljótt og um 500 bein varanleg störf við framtíðarrekstur. Í ársgamalli könnun Viðskiptaráðs á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja kom fram að flest fyrirtæki töldu að óvissa, veiking krónunnar, samdráttur í eftirspurn og hátt vaxtastig ylli mestum erfiðleikum í rekstri. Það er ánægjulegt að sjá að þessi ársgömlu vandamál virðast ekki lengur vefjast mjög fyrir forystumönnum atvinnulífsins í nýjustu könnun Verslunarráðs. Nú tróna þar efst sem helstu vandamálin stjórnvöldin sem hafa haft forystu um þann árangur sem ég hef hér farið yfir og skattaálögur á íslensk fyrirtæki. Þetta segir ansi margt um þann góða árangur sem við höfum náð enda tala staðreyndirnar um stjórnvaldið og skattana sínu máli. Staðreyndin er sú að skattar á fyrirtæki og arð eru hærri í flestum ef ekki öllum okkar helstu samkeppnislöndum og innan OECD eru aðeins 6 lönd með lægri skatta en Ísland. Atvinnulífinu er því ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og nýta tækifærin sem blasa við á Íslandi.Sameinumst um uppbyggingu Við verðum að skapa 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja hér upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að heimavelli sínum til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri öfluga aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar