Menntun kvenna lykill að velferð barna Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2011 06:00 Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun