Menntun kvenna lykill að velferð barna Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2011 06:00 Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun