Styðjum kennara við að breyta Jón Þór Ólafsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun