Kynjafræði í framhaldsskólum Jón Karl Einarsson skrifar 6. desember 2011 06:00 Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar