Hvers vegna Þóra? Inga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 8. maí 2012 13:30 Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna. Ég kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma og kann honum bestu þakkir fyrir störf sín í mína þágu. En í sumar vil ég sjá breytingar og ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Hvers vegna? Jú það er kominn tími á breytingar og ekki bara breytinganna vegna. Ég vil sjá forseta sem er tilbúinn í slaginn til lengri tíma. Ekki bara í 2 ár eða hámark næstu 4 ár. Ég vil sjá forseta sem er ópólítískur svo embættið fari ekki að snúast um flokkapólítik og við séum í eilífri sundrung. Ég vil sjá forseta sem nær til ólíkra aldurshópa og getur sameinað þessa þjóð sem á í vandræðum eftir „hrunið". „Hvernig ætlar Þóra að sameina þjóðina" spyr fólk gjarnan. Ég treysti henni til að stappa stálinu í fólk, fá okkur til þess að horfa fram á við, breyta bölmóð í baráttu, svo við áttum okkur á því að það er hægt að halda áfram ef við vinnum öll að þessu markmiði í sameiningu. Hugarfarinu þarf að breyta. Þóra gerir það ekki fyrir okkur en hún getur hvatt okkur til þess. Sannur fyrirliði er alltaf einn af hlekkjunum í keðjunni en hann er samt sá sem fer fyrir sínu liði, heilsar upp á hitt liðið og býður það velkomið til leiks. Þóra hefur tekið á móti fólki í þáttum Kastljóssins um langa hríð, hún er sú sem er send á vettvang til að ræða við erlenda gesti úr öllum þjóðfélagshópum. Þóra hefur gert það með miklum sóma og því treysti ég henni til að koma fram fyrir hönd þjóðar okkar og gera það vel. Talað er um „veislustjóraembættið" á Bessastöðum. Ég veit ekki betur en að það sé hörkuvinna að vera veislustjóri, geta komið vel fram, verið vel inni í innlendum sem erlendum þjóðfélagsmálum. Við sem þjóð viljum alltaf líta sem best út í augum útlendinga. Við ættum þá að vera ánægð með glæsilegan frambjóðanda sem er tilbúinn að taka það að sér. Ég efast ekki um að Þóra myndi vinna það vel af hendi. Einnig er talað um barneignir Þóru, þ.e. hvað í ósköpunum hún sé að hugsa að ætla sér í kosningabaráttu með ungabarn í fanginu. Sérstaklega hef ég heyrt þessa umræðu frá yngri konum. Ég veit ekki betur en að þau séu tvö foreldrarnir sem bjuggu til barnið og koma tvö til með að sinna því. Konur hafa alltaf unnið mikið á Íslandi og ekki þurft að velja á milli þess að vera heimavinnandi eða skapa sér starfsframa, þær hafa gert hvoru tveggja því á Íslandi hafa þær val. Er ekki einmitt bara fínt að fá konu úr okkar röðum sem þekkir brauðstritið, uppeldið, hraðann í þjóðfélaginu og veit upp á hár hvað þessi venjulegi Íslendingur er að glíma við bæði fyrir og eftir hrun og bleiuskipti? Ef Þóra treystir sér persónulega í slaginn hvers vegna truflar það þá aðrar konur? Ég hugsa að hún fái frekar meiri tíma með barninu ef eitthvað, komist hún á Bessastaði - ekki síst með eiginmann sem hefur alið upp 5 börn þá hlýt ég að treysta því að hann kunni að hita pela! Ungur aldur Þóru er einnig umræðuefni. Gæti hún mögulega verið of ung? Of ung til hvers spyr ég. Er hún of ung til að tala fjölda tungumála sem hún kann reiprennandi nú þegar? Er hún of ung til að kynna land og þjóð sem hún hefur nú þegar gert sem leiðsögumaður?. Er hún of ung til að taka á móti þjóðhöfðingjum annarra landa eða of ung til að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim? Væri betra ef hún væri 43ja eða 52ja? Ef aldur er það sem flækist fyrir fólki þá bendi ég á að það er líka hægt að verða of gamall í embætti. Við megum ekki vera hrædd við breytingar því það eina sem kemur okkur út úr erfiðleikunum eru einmitt breytingar. Látum ekki hræðsluáróður villa okkur sýn, að þjóðin geti ekki verið án forseta sem þarf alltaf að passa okkur fyrir okkur sjálfum. Hættum að vera föst á sama stað og treystum okkur til að taka réttar ákvarðanir. Við þurfum einmitt nýjan forseta sem við trúum að geti breytt hugarfari þjóðar; forseta sem öll þjóðin getur fylkt sér að baki. Þess vegna fær Þóra Arnórsdóttir mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna. Ég kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma og kann honum bestu þakkir fyrir störf sín í mína þágu. En í sumar vil ég sjá breytingar og ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Hvers vegna? Jú það er kominn tími á breytingar og ekki bara breytinganna vegna. Ég vil sjá forseta sem er tilbúinn í slaginn til lengri tíma. Ekki bara í 2 ár eða hámark næstu 4 ár. Ég vil sjá forseta sem er ópólítískur svo embættið fari ekki að snúast um flokkapólítik og við séum í eilífri sundrung. Ég vil sjá forseta sem nær til ólíkra aldurshópa og getur sameinað þessa þjóð sem á í vandræðum eftir „hrunið". „Hvernig ætlar Þóra að sameina þjóðina" spyr fólk gjarnan. Ég treysti henni til að stappa stálinu í fólk, fá okkur til þess að horfa fram á við, breyta bölmóð í baráttu, svo við áttum okkur á því að það er hægt að halda áfram ef við vinnum öll að þessu markmiði í sameiningu. Hugarfarinu þarf að breyta. Þóra gerir það ekki fyrir okkur en hún getur hvatt okkur til þess. Sannur fyrirliði er alltaf einn af hlekkjunum í keðjunni en hann er samt sá sem fer fyrir sínu liði, heilsar upp á hitt liðið og býður það velkomið til leiks. Þóra hefur tekið á móti fólki í þáttum Kastljóssins um langa hríð, hún er sú sem er send á vettvang til að ræða við erlenda gesti úr öllum þjóðfélagshópum. Þóra hefur gert það með miklum sóma og því treysti ég henni til að koma fram fyrir hönd þjóðar okkar og gera það vel. Talað er um „veislustjóraembættið" á Bessastöðum. Ég veit ekki betur en að það sé hörkuvinna að vera veislustjóri, geta komið vel fram, verið vel inni í innlendum sem erlendum þjóðfélagsmálum. Við sem þjóð viljum alltaf líta sem best út í augum útlendinga. Við ættum þá að vera ánægð með glæsilegan frambjóðanda sem er tilbúinn að taka það að sér. Ég efast ekki um að Þóra myndi vinna það vel af hendi. Einnig er talað um barneignir Þóru, þ.e. hvað í ósköpunum hún sé að hugsa að ætla sér í kosningabaráttu með ungabarn í fanginu. Sérstaklega hef ég heyrt þessa umræðu frá yngri konum. Ég veit ekki betur en að þau séu tvö foreldrarnir sem bjuggu til barnið og koma tvö til með að sinna því. Konur hafa alltaf unnið mikið á Íslandi og ekki þurft að velja á milli þess að vera heimavinnandi eða skapa sér starfsframa, þær hafa gert hvoru tveggja því á Íslandi hafa þær val. Er ekki einmitt bara fínt að fá konu úr okkar röðum sem þekkir brauðstritið, uppeldið, hraðann í þjóðfélaginu og veit upp á hár hvað þessi venjulegi Íslendingur er að glíma við bæði fyrir og eftir hrun og bleiuskipti? Ef Þóra treystir sér persónulega í slaginn hvers vegna truflar það þá aðrar konur? Ég hugsa að hún fái frekar meiri tíma með barninu ef eitthvað, komist hún á Bessastaði - ekki síst með eiginmann sem hefur alið upp 5 börn þá hlýt ég að treysta því að hann kunni að hita pela! Ungur aldur Þóru er einnig umræðuefni. Gæti hún mögulega verið of ung? Of ung til hvers spyr ég. Er hún of ung til að tala fjölda tungumála sem hún kann reiprennandi nú þegar? Er hún of ung til að kynna land og þjóð sem hún hefur nú þegar gert sem leiðsögumaður?. Er hún of ung til að taka á móti þjóðhöfðingjum annarra landa eða of ung til að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim? Væri betra ef hún væri 43ja eða 52ja? Ef aldur er það sem flækist fyrir fólki þá bendi ég á að það er líka hægt að verða of gamall í embætti. Við megum ekki vera hrædd við breytingar því það eina sem kemur okkur út úr erfiðleikunum eru einmitt breytingar. Látum ekki hræðsluáróður villa okkur sýn, að þjóðin geti ekki verið án forseta sem þarf alltaf að passa okkur fyrir okkur sjálfum. Hættum að vera föst á sama stað og treystum okkur til að taka réttar ákvarðanir. Við þurfum einmitt nýjan forseta sem við trúum að geti breytt hugarfari þjóðar; forseta sem öll þjóðin getur fylkt sér að baki. Þess vegna fær Þóra Arnórsdóttir mitt atkvæði.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun