Gróska í menningarlífi Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun